Dregur saman með frambjóðendum

Þótt ferð bandaríska forsetaframbjóðandans Baracks Obama til Miðausturlanda og Evrópu hafi vakið mikla athygli hefur dregið saman með honum og mótframbjóðandanum John McCain ef marka má nýjustu skoðanakannanir í Bandaríkjunum. 

Obama hefur enn forskot á McCain eins og hann hefur haft frá því ljóst varð að kosið yrði á milli þeirra tveggja í forsetakosningunum í nóvember. En bilið hefur farið minnkandi og er nú 1-6 prósentur eftir könnunum.

Það vekur sérstaka athygli, að McCain hefur saxað á forskot Obamas í nokkrum lykilríkjum á borð við Minnesota, Michigan og Wisconsin og hefur nú meira fylgi en Obama í Colorado.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert