Háskólaprófessorinn Randy Pausch sem öðlaðist heimsfrægð með bók sinni Síðasti fyrirlesturinn lést í gær, 47 ára að aldri. Bókin fjallar um hvernig á að lífa lífinu þegar horfst er í augu við krabbamein á lokastigi.
Pausch lést að heimili sínu í New York vegna krabbameins í brisi. Það er háskólinn Carnegie Mellon sem greinir frá þessu á síðu sinni en Pauch kenndi þar í tíu ár.
Pausch sem kenndi tölvunarfræði öðlaðist frægð fyrir „síðasta fyrirlesturinn“ sem heitir „Að láta bernskudrauma sína raunverulega rætast“, sem hann hélt í september 2007, bara nokkrum vikur eftir að hann frétti að hann þjáðist af krabbameini sem myndi draga hann til dauða. Það er fréttastofan Reuters sem skýrir frá þessu.
Upptökur af fyrirlestrinum voru settar á Internetið og var náð í þær af milljónum manna um allan heim.
Bók sem byggð var á fyrirlestrinum, Síðasti fyrirlesturinn, var þýdd á þrjátíu tungumál og náði metsölu víða um heim.
Í fyrirlestri sínum talar Pausch um drauma þá sem hann lét rætast, svo sem þann að skrifa innslag í Alfræðiorðabók og að upplifa þyngdarleysi. Hann sagði samt að hann hefði lært meira af þeim draumum sem ekki rættust fyrir hann, eins og löngun hans til að verða atvinnumaður í fótbolta.
Hann sagði að hann hefði flutt fyrirlesturinn sem vegvísi fyrir ungu börnin sín þrjú.
„Ég er að reyna að setja sjálfan mig í flösku sem mun dag einn reka á fjörur barnanna minn,“ sagði hann.
Á sviði tölvunarfræði bjó Pausch til kennsluforrit sem heitir Alice sem leyfir börnum að búa til þrívíddar teiknimyndir.
Hann skilur eftir sig konu sína Jai og börnin þeirra þrjú: Dylan, Logan og Chloe auk móður hans og systur.
Útförin fer fram í kyrrþey í Virginíu, þangað sem Pausch og fjölskylda hans flutti síðasta haust. Háskólinn mun einnig vera með minningarathöfn.