Obama ræðir við breska ráðamenn

Bandaríski forsetaframbjóðandinn Barack Obama situr nú á fundi með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, en hann kom til Lundúna í gærkvöldi. Í morgun átti hann fund með Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra og núverandi erindreka í málefnum Miðausturlanda. 

Búsist er við að viðræður þeirra Obamas og Browns snúist um leiðir til að styrkja tengsl Bandaríkjanna og Bretlands. 

Obama hefur síðustu daga ferðast um Evrópu og rætt við þjóðarleiðtoga í Þýskaland og Frakklandi.  

Barack Obama og Tony Blair í Lundúnum í morgun.
Barack Obama og Tony Blair í Lundúnum í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert