Fullyrt er í sunnudagsútgáfum nokkurra breskra dagblaða, að háttsettir þingmenn Verkamannaflokksins séu að undirbúa að ýta Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, til hliðar áður en þing flokksins verður haldið í september ef stuðningur við flokkinn aukist ekki á næstu vikum.
Sunday Times segir, að margir vilji að Jack Straw, dómsmálaráðherra, taki við af Brown.
Dropinn sem fyllti mælinn var úrslit í aukakosningum í Glasgow í vikunni þar sem Verkamannaflokkurinn missti þingsæti til Skoska þjóðarflokksins.