Hjól Camerons fundið

David Cameron.
David Cameron. Reuters

Blaðamenn breska blaðsins Sunday Mirr­or komu fær­andi hendi til Dav­ids Ca­merons, leiðtoga Íhalds­flokks­ins, í gær. Þeir höfðu nefni­lega meðferðis reiðhjól Ca­merons, sem var stolið þegar flokks­leiðtog­inn brá sér inn í mat­vöru­versl­un við Portobello Road til að kaupa í mat­inn á miðviku­dag.

„Ég þakka ykk­ur kær­lega fyr­ir. Þetta kem­ur mér veru­lega á óvart. Þetta er ótrú­legt, ég hélt að ég sæi hjólið aldrei aft­ur," hef­ur blaðið eft­ir Ca­meron. „Hjólið er ómet­an­legt. Ég hef hjólað yfir þúsund míl­ur á því og tekið þátt í þrem­ur hjól­reiðakeppn­um á því og það er því eins og gam­all vin­ur í mín­um huga."

Blaðamenn Sunday Mirr­or ákváðu að reyna að hafa upp á hjól­inu. Þeir leituðu til Er­nest Theophile, sjálf­skipaðs fé­lags­mála­full­trúa hverf­is­ins. Þótt Theophile sé harður kjós­andi Verka­manna­flokks­ins og hafi eitt sinn skammað Ca­meron fyr­ir að hjóla á móti ein­stefnu, ræddi hann við nokkra ung­linga og þeir sögðu hon­um hvar hjólið væri að finna.

Hjólið fannst liggj­andi í hliðargötu ekki langt frá versl­un­inni þar sem því var stolið. Fram­hjólið var raun­ar horfið en að öðru leyti var það heilt og hjálm­ur Ca­merons var á stýr­inu.  Sunday Mirr­or lét nýtt fram­hjól fylgja þegar hjól­inu var skilað.

„Ég er hissa á að þeir tóku ekki hjálm­inn. Það hefði senni­lega verið hægt að selja hann á eBay," sagði Ca­meron.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert