Sprengjuárásir í Tyrklandi

Hlynnt að særðum eftir sprengjuárásirnar í Istanbul í kvöld.
Hlynnt að særðum eftir sprengjuárásirnar í Istanbul í kvöld. AP

Þrett­án manns létu lífið og 70 særðust þegar tvær sprengj­ur sprungu í Ist­an­b­ul í Tyrklandi í kvöld. Rík­is­stjóri Ist­an­b­ul seg­ir að um hryðju­verka­árás hafi verið að ræða en sprengj­un­um var komið fyr­ir í rusla­tunn­um.

Sprengj­urn­ar sprungu með 10 mín­útna milli­bili í Gung­or­en hverf­inu í borg­inni þar sem verka­fólk er fjöl­mennt. Þá fara borg­ar­bú­ar gjarn­an þangað í göngu­ferðir á heit­um kvöld­um.

Fyrri sprengj­an var ekki mjög öfl­ug en sú síðari var mun öfl­ugri. Sjón­ar­vott­ar segja, að marg­ir, sem voru að hlynna að særðum eft­ir fyrri spreng­ing­una, hafi særst þegar  síðari sprengj­an sprakk. 

Lögregla rannsakar staðinn þar sem sprengjurnar sprungu.
Lög­regla rann­sak­ar staðinn þar sem sprengj­urn­ar sprungu. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert