Þrettán manns létu lífið og 70 særðust þegar tvær sprengjur sprungu í Istanbul í Tyrklandi í kvöld. Ríkisstjóri Istanbul segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða en sprengjunum var komið fyrir í ruslatunnum.
Sprengjurnar sprungu með 10 mínútna millibili í Gungoren hverfinu í borginni þar sem verkafólk er fjölmennt. Þá fara borgarbúar gjarnan þangað í gönguferðir á heitum kvöldum.
Fyrri sprengjan var ekki mjög öflug en sú síðari var mun öflugri. Sjónarvottar segja, að margir, sem voru að hlynna að særðum eftir fyrri sprenginguna, hafi særst þegar síðari sprengjan sprakk.