Tala látinna vegna sprenginga í borginni Ahmadabad á vesturhluta Indlands hækkar stöðugt og sagði embættismaður í morgun, að 45 hefðu látið lífið. Í gær sagði lögregla að 110 manns hefðu særst í sprengingunum, sem voru allt að 16 víðsvegar um borgina.
Á föstudag sprungu sjö litlar sprengjur í borginni Bangalore í suðurhluta landsins. Þar létu tveir lífið.
Sprengjuárásir hafa verið gerðar á nokkrar indverskar borgir á undanförnum mánuðum. Hefur íslömskum skæruliðum verið kennt um þær.