Ljóst er að a.m.k. þrjátíu og tveir létu lífið og 102 slösuðust í sjálfsvígssprengjuárásum gegn pílagrímum í Bagadad, höfuðborg Íraks í morgun. Sprengjuárásirnar voru þrjár og voru þær allar framdar af konum og beindust gegn sjíta múslímum á leið að Kadhimiya helgidómnum í norðurhluta borgarinnar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Tuttugu og fimm manns létu einnig lífið og 185 slösuðust í sprengjuárás í borginni Kirkuk í norðurhluta Íraks í morgun. Sprengingin varð er þúsundir Kúrda komu saman í borginni til að mótmæla fyrirhugaðri lagasetnigu um sveitastjórnarkosningar í landinu