Mengun í Peking langt yfir mörkum

Forboðna borgin í Peking umlukin mengunarskýi í morgun.
Forboðna borgin í Peking umlukin mengunarskýi í morgun. Reuters

Yfirvöld í Kína segja að hugsanlega verði gripið til neyðarráðstafana til að draga úr mengun á meðan Ólympíuleikarnir í Peking standa yfir en mengun í Ólympíuþorpinu var þrisvar sinnum hærra en viðmiðunarmörk í morgun samkvæmt heimildum BBC. 

Fram kemur á fréttavef BBC að sérfræðingar segi að slíkar neyðarrástarfanir geti þýtt að bann verði sett við akstri um 90% allra einkabíla á götum borgarinnar. Einkabílum í borgini hefur þegar verið fækkað um helming til að reyna að draga úr mengun fyrir Ólympíuleikanna. 

„Hugsanlegt er að bílum verði fækkað enn frekar. Einnig verður öllum byggingasvæðum og einhverjum verksmiðjum í Peking og nágrenni lokað tímabundið,” segir segir í frétt blaðsins China Daily.   

Zhu Tong, prófessor við Pekingháskóla og einn helsti ráðgjafi yfirvalda í málinu segir að komi til slíkra aðgerða muni þær verða kynntar með 48 stunda fyrirvara. Þá segir hann að einungis verði gripið til slíkra ráðstafana verði mengun mjög mikil.

„Það er mögulegt, getum við ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar hafa verið um gæði loftsins að grípa verði til enn strangari aðgerða en ella,” segir hann.

Horft yfir íþróttamannvirki í Peking í Kína.
Horft yfir íþróttamannvirki í Peking í Kína. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert