Þrír handteknir í Istanbúl

Lögregla í Istanbúl á Tyrklandi hefur handtekið þrjú ungmenni í tengslum við tvær sprengjuárásir sem gerðar voru í borginni í gærkvöldi.  Sautján manns létu lífið og meira en 150 særðust.

Tyrkneska dagblaðið Milliyet hefur eftir lögreglu að þrjú ungmenni á aldrinum 16 til 17 ára hafi verið handtekin í kjallara íbúðar nærri vettvangi árásanna.  Ungmennin voru handtekin seint í gærkvöldi eftir að ábendingar bárust frá nágrönnum.  Ungmennin þrjú segjast hafa falið sig í kjallaranum af ótta við sprengingarnar, að sögn Milliyet. 

Tvær sprengjuárásir voru gerðar með tíu mínútna millibili á fjölfarinni göngugötu í Gungoren hverfinu borginni.  Ríkisstjóri Istanbúl segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.  Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðunum en yfirvöld gruna að Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) sé að hefna fyrir aðgerðir tyrkneska hersins gegn bækistöðvum flokksins á undanförnum dögum.

Frá vettvangi sprengjuáranna í Istanbúl.
Frá vettvangi sprengjuáranna í Istanbúl. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert