Forsetinn þrýstir á þingið

George W. Bush
George W. Bush Reuters

George W. Bush heldur áfram að þrýsta á þingið að bregðast við hækkandi verði á olíu, áður en þeir slíta þingi fyrir sumarið. Hann vill að þingið aflétti banni á neðansjávarolíuborun.

Forsetinn aflétti banni við tilraunaborunum á hafsvæðunum við Austur- og Vesturstöndina sem og í eystri hluta Mexikóflóa. Þetta hefur þó engin áhrif nema að þingið aflétti sínu eigin banni við neðansjávarolíuborun við Bandaríkjastrendur.

Mjög vafasamt er að forsetanum takist að sannfæra þingið en hann heldur þó áfram að reyna.

„Það er undir Bandaríkjaþingi komið hvort þið haldið áfram að borga svona mikið við bensíndæluna,“ sagði Bush á fundi með starfsmönnum stálframleiðslu í Cleveland.

Demókratar halda því að fleiri boranir leysi ekki vandann. Þeir koma einnig með rök sem Hvíta húsið sjálft fellst á: Fleiri boranir munu ekki lækka olíuverðið núna. Bush sjálfur hefur sagt: Það tók okkur nokkra stund að komast í þessa stöðu og það mun taka okkur nokkra stund að komast úr henni.

Bush segir þó að það myndi senda sterk skilaboð til heimsins ef neðanjarðarboranir hæfust. Heimurinn myndi vita að Bandaríkjunum væri alvara með að auka olíubirgðir. 

Andstæðingar þess segja að það gæti leitt til umhverfisslysa og að ferðamannaiðnaður við strandlengjuna myndi minnka.

Hátt verð á olíu veldur mörgum Bandaríkjamanninum áhyggjum og þeir sem taka þátt í kosningaslagnum eru ákafir í að sýna kjósendum að þeir ætli sér að gera eitthvað í málinu.

Repúblikanar og Demókratar eru ekki sammála um hvernig bregðast skuli við vandamálinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka