Obama berst við að ná til kvenna

Barack Obama, forsetaframbjóðandi bandarískra demókrata, með Hillary Clinton, sem einnig …
Barack Obama, forsetaframbjóðandi bandarískra demókrata, með Hillary Clinton, sem einnig barðist fyrir því að verða forsetefni flokksins. AP

 leggur nú mikla áherslu á að ná til kvenna en hann hefur enn ekki hafa náð að vinna fjölda kvenna sem studdu Hillary Clinton í baráttu hennar við Obama á sitt band.

Obama hefur ráðið nokkra af helstu ráðgjöfum Clinton til kosningabaráttu sinnar, þeirra á meðal Dana Singiser, sem er sérfræðingur í málum er varða kvenkjósendur.  

Þá hefur kosningabarátta Obama gefið út skýrslu þar sem fjallað er sérstaklega um áhrif efnahagsáforma hans á konu. Hann hefur einnig gert þau að sérstöku umræðuefni í ræðum sínum að undanförnu.

Einnig hefur verið greint frá því að kosningabarátta hans hyggi á ýmsar uppákomur til að minnast þess er 88 ár verða frá því er bandarískar konur fengu kosningarétt. 

Í gær þakkaði Michelle Obama, eiginkona Obama, Clinton sérstaklega fyrir framlag hennar til kosningabaráttu eiginmanns síns. „Eiginmaður minn er betri frambjóðandi hennar vegna. Dætur mínar muni líta sjálfar sig öðrum augum vegna hennar,” sagði hún á hádegisverðarfundi með nokkur hundruð konum.

Susie Tompkins Buell, sem starfaði við fjáröflun vegna framboðs Clintons, segir Obama þó eiga langt í land með að vinna hug þeirra kvenna sem studdu Clinton.  „Ég er ekki að segja að þessar konur séu bitrar,” segir hún. „En þær geta ekki bara tekið ákafa sinn og ástríðu og beint henni að þeim sem tók hana frá þeim.”  

Ný skoðanakönnun The Associated Press og Yahoo News virðist staðfesta þetta en samkvæmt henni segjast einungis 12% kvenna, sem áður studdu Clinton, styðja Obama af ákafa.

Tompkins Buell segir að til að vinna bug á þessu verði Obama að sýna Clinton virðingu í verki m.a. með því að leggja meira að mörkum til að hægt verði að greiða upp skuldir kosningasjóðs hennar. Einnig verði hann að sýna skilning á þeim málaflokkum sem konur hafi sérstakar áhyggjur af.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka