Rosemarie Fritzl rekin út

Lögreglumenn við hús Fritzl hjónanna Ybbsstraße í Amstetten.
Lögreglumenn við hús Fritzl hjónanna Ybbsstraße í Amstetten. Reuters

Rosemarie Fritzl, eig­in­kona Jos­ef Fritzl sem hélt dótt­ur sinni fang­inni í jarðhýsi í 24 ár, er nú flutt út af sjúkra­hús­inu þar sem dótt­ir henn­ar Elisa­beth dvel­ur ásamt sex börn­um sem hún fæddi föður sín­um. Sam­kvæmt heim­ild­um aust­ur­rískra fjöl­miðla bað Elisa­beth hana um að yf­ir­gefa sjúkra­húsið vegna sí­felldra árekstra þeirra á milli. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Berl­ingske Tidende.

Mun það sér­stak­lega hafa farið fyr­ir brjóstið á Elisa­beth að þrjú af börn­um henn­ar, sem ólust upp hjá Rosemarie og Jos­ef, hafi kallað ömmu sína mömmu.

Rosemarie mun nú halda til í leigu­íbúð í ná­grenni sjúkra­húss­ins en hún get­ur ekki flutt aft­ur inn á heim­ili sitt þar sem lög­regla hef­ur lokað húsi hjón­anna við Ybbs­straße í Amst­etten. Hún fékk þó leyfi til að fara þangað um síðustu helgi og sækja bæði hús­gögn og per­sónu­lega hluti.

Við það tæki­færi mun hún hafa sagt ná­grönn­um sín­um að henni liði vel.

Aust­ur­ríska tíma­ritið OE24 hef­ur eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­manni að Rosemarie ætli að skilja við eig­in­mann sinn og hafi þegar tekið fyrstu skref­in í þá átt. Einnig mun hún ætla sér að taka upp fjöl­skyld­u­nafn föður síns að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert