Skógarbjörn með plastfötu á höfðinu felldur

Skógarbjörn sem var með tíu lítra plastfötu fasta á höfðinu var felldur í Minnesota í Bandaríkjunum fyrr í vikunni eftir að reynt hafði verið í sex daga að fanga hann til að ná fötunni af honum.

Talið er að björninn hafi fest höfuðið í fötunni þegar hann var í ætisleit. Fyrst bárust fregnir af honum 21. júlí.

Náttúruverndaryfirvöld í Minnesota segja, að björninn hafi getað andað þótt fatan hafi verið föst á honum, en hvorki étið né drukkið. Því var talið að hann þjáðist af bæði þorsta og hungri.

Þegar björninn vafraði inn í bæinn Frazee, sem er um 300 km norður af Minneapolis, þar sem hátíðahöld stóðu yfir, var hann felldur af öryggisástæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka