Eiginkona Shinawatra dæmd í þriggja ára fangelsi

Potjaman Shinawatra. fer frá dómshúsi í Bangkok í dag.
Potjaman Shinawatra. fer frá dómshúsi í Bangkok í dag. Reuters

Potjaman Shinawatra, eiginkona Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Taílands, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik.  Bróðir hennar og ritari voru einnig fundin sek um að svíkja undan skatti, og fengu þau 2-3 ára fangelsisdóm. 

Á fréttavef BBC kemur fram að Potjaman hafi virst mjög hissa þegar dómurinn var lesinn upp.  Úrskurði dómara var sjónvarpað og sagði dómari að henni hafi verið ætlað að vera góð fyrirmynd í hlutverki sínu sem eiginkona forsætisráðherra.

Thaksin hefur ávallt neitað að fjölskylda hans hafi brotið lög.  Honum var vikið úr stóli forsætisráðherra árið 2006 og hann sakaður um spillingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert