Fundu stúlkulík í ferðatösku

Lögregla í Goiania í Brasilíu fann líkamsleifar 17 ára gamallar breskrar stúlku í ferðatösku. Breskur kærasti stúlkunnar var handtekinn í dag, og er hann sagður hafa viðurkennt að hafa myrt stúlkuna og komið henni fyrir í töskunni.

Stúlkan hét Cara Marie Burke. Talið er að hún hafi verið myrt á sunnudag en líkið fannst á mánudag. Pilturinn, sem hefur verið handtekinn, heitir Dioli Mohammed. Þau Burke og Mohammed komu til Brasilíu fyrir þremur mánuðum.

Ekki er vitað nánar um ferðir ungmennanna í Brasilíu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka