Obama líkt við Spears

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Í sjónvarpsauglýsingu frá forsetaframboði Johns McCains, frambjóðanda Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum, er keppinauti hans, Barack Obama, líkt við þær Britney Spears og Paris Hilton, og sagður lítið annað en fjölmiðlaímynd.

Framboð Obamas brást hið snarasta við og sagði í auglýsingu að fullyrðingar McCains væru „rakalaus þvættingur.“

„Hann er frægasti maður í heimi, en er hann hæfur leiðtogi?“ var spurt í auglýsingu McCains, og myndir sýndar frá Evrópuför Obamas fyrir skömmu, sem fjölmiðlar fjölluðu mikið um, og skotið inn myndum af Spears og Hilton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert