Í sjónvarpsauglýsingu frá forsetaframboði Johns McCains, frambjóðanda Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum, er keppinauti hans, Barack Obama, líkt við þær Britney Spears og Paris Hilton, og sagður lítið annað en fjölmiðlaímynd.
Framboð Obamas brást hið snarasta við og sagði í auglýsingu að fullyrðingar McCains væru „rakalaus þvættingur.“
„Hann er frægasti maður í heimi, en er hann hæfur leiðtogi?“ var spurt í auglýsingu McCains, og myndir sýndar frá Evrópuför Obamas fyrir skömmu, sem fjölmiðlar fjölluðu mikið um, og skotið inn myndum af Spears og Hilton.