Meiri líkur eru á að bandarískum kvenhermanni verði nauðgað af öðrum bandaríkum hermanni en að bandarískur hermaður falli í átökum í Írak. Fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir bandaríska þingið að fjórar af hverjum tíu konum í bandaríska hernum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Jane Harman, þingmaður repúblíkanaflokksins, sagði niðurstöður skýrslunnar skelfilegar er hún kynnti þær á þinginu en í skýrslunni er m.a. fjallað um það hvernig tekið er á kynferðislegu ofbeldi innan Bandaríkjahers.
„Ég missti andlitið þegar læknar sögðu mér að 41% fyrrum kvenhermanna sem leituðu þangað segðust hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á meðan þær sinntu herþjónustu,” sagði hún og vísaði þar til heimsóknar sinnar á sjúkrahús fyrir fyrrum hermenn í Los Angeles.
„Tuttugu og níu prósent segja að þeim hafi verið nauðgað á meðan þær sinntu herþjónustu. Þær sögðu frá stanslausum ótta sínum, hjálparleysistilfinningu og því hvernig líf þeirra hefði hrunið í kjölfarið. Við stöndum frammi fyrir faraldri. Það eru meiri líkur á að konur sem sinna herþjónustu í bandaríska hernum í dag verði nauðgað af hermanni en að hann falli í óvinaárás í Írak."
Harman sagði einnig að fram kæmi í skýrslunni að af þeim 2,212 kærum um kynferðisofbeldi sem borist hefðu til yfirmanna hersins á árinu 2007 hafi einungis 181 máli verið vísað til dómstóla.
Dr. Kaye Whitley, æðsti yfirmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum mætti ekki fyrir þingið þrátt fyrir að hana verið kvaddur til. Sagði hún yfirmenn sína hafa bannað sér það.