Handtekinn fyrir að fljúga yfir hús forsetans

Nicolas Sarkozy og Carla Bruni Sarkozy hafa það nú gott …
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni Sarkozy hafa það nú gott í við frönsku-riveríuna. Reuters

Franskur áhugaflugmaður var handtekinn fyrir að hafa flogið yfir glæsihýsi forseta-hjónanna, Nicolas og Cörlu Bruni-Sarkozy, þar sem þau verja nú sumarfríinu á frönsku Rivíerunni við suðurströnd Frakklands.

Flugmanninum var skipað að lenda og var hann í framhaldinu tekinn höndum á flugvelli í bænum Fayence. Honum er gert að sök að hafa flogið yfir glæsihýsið, sem er við Cap Negre, síðla dags í gær. Varnarmálaráðuneytið hefur hins vegar bannað allt flug yfir svæðið til 15. september nk. á meðan forsetinn er í fríi.

Flugmaðurinn, sem er 36 ára og starfar sem rútubílstjóri í Nice, segist hafa verið að fljúga sitt fyrsta langflug og að hann hafi flogið yfir húsið fyrir mistök. Hann segist hafa ætlað sér að lenda á flugvelli skammt frá Toulon.

Lögreglan fann engar myndir af glæsihýsinu eða forsetahjónunum í myndavél flugmannsins. 

Ekki liggur fyrir hvort maðurinn verði ákærður fyrir athæfið, en hann gæti verið sektaður um 45.000 evrur og þurft að dúsa á bak við lás og slá í eitt ár.

Sarkozy og Bruni hyggjast verja þremur viku í glæsihýsinu við Cap Negre. Forsetinn mun hins vegar sinna skyldustörfum þegar hann verður viðstaddur opnunarathöfn Ólympíuleikanna í Peking.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert