Airbus 380 risaþota í eigu flugfélagsins Emirates er væntanleg til JFK-flugvallar í New York í kvöld að íslenskum tíma, og er þetta í fyrsta sinn sem slík þota kemur til Bandaríkjanna með farþega í áætlunarflugi. Emirates fékk fyrstu þotuna af þessari gerð afhenta á mánudaginn, en hefur alls fest kaup á sextíu slíkum.
Með þotunni sem lendir á JFK í kvöld eru 489 farþegar. Vélin er að koma frá Dubai, heimahöfn Emirates. Það er annað félagið sem tekur þessa vél í notkun, Singapore Airlines varð fyrst til þess.