Maður grunaður um dreifingu miltisbrands framdi sjálfsvíg

Banda­rísk­ur vís­indamaður, sem grunaður var um að hafa átt aðild að því að milt­is­brandi var dreift í pósti í Banda­ríkj­un­um árið 2001, fannst lát­inn á heim­ili sínu.   Í dag­blaðinu Los Ang­eles Times kem­ur fram að Bruce Ivins, 62 ára, hafi framið sjálf­víg með því að taka of stór­an skammt af verkjalyfj­um.  Í blaðinu seg­ir að Ivins hafi ný­lega heyrt að til stæði að lög­sækja hann.

Fimm manns létu lífið og 20 veikt­ust eft­ir að milt­is­brandi var komið fyr­ir í um­slög­um sem send voru fjöl­miðlafyr­ir­tækj­um og stjórn­mála­mönn­um í Banda­ríkj­un­um skömmu eft­ir hryðju­verka­árás­irn­ar í New York árið 2001.

Ivins starfaði fyr­ir rík­is­stjórn­ina sem ör­veru­fræðing­ur og hafði aðstoðað Al­rík­is­lög­regl­una við að rann­saka um­slög sem inni­héldu milt­is­brand.  Ivins starfaði á rann­sókn­ar­stofu rík­is­ins í Mary­land síðastliðin 18 ár.

Póstþjón­usta fór úr skorðum vegna ör­yggisaðgerða og þing­bygg­ingu var lokað tíma­bundið í kjöl­far dreif­ingu milt­is­brands­ins.   Dóms­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna hef­ur ekki tjáð sig um málið, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert