Ná valdi á skógareldi í Tyrklandi

Slökkviliðsmönnum hefur að mestu tekist að ná valdi á skógareldi, sem logað hefur á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands síðustu daga. Tveggja manna er saknað og er óttast að þeir hafi látið lífið í eldinum  sem eyðilagt hefur um 4 þúsund hektara af skóglendi og 60 hús hafa brunnið.

Hvasst var í  Antalyahéraði síðari hluta vikunnar og því breiddist eldurinn hratt út. Um 1500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana og notað 15 slökkviflugvélar. 

Skógareldar eru algengir í Tyrklandi á sumrin. Talið er að eldurinn í Antalya hafi kviknað þegar rafmagnslínur slógust saman í roki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert