Fjórir háttsettir al-Qaeda-liðar féllu

Frá Afganistan
Frá Afganistan AP

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda staðfestu í tilkynningu sem birt var á netinu í dag, að fjórir háttsettir menn í samtökunum séu fallnir, þ. á m. sprengju- og eiturefnasérfræðingur sem var eftirlýstur af Bandaríkjastjórn.

Ekki er frá því greint í tilkynningunni hvar eða hvernig mennirnir féllu, en pakistönsk yfirvöld segjast telja að sprengjusérfræðingurinn, Abu Khabab al-Masri, hafi fallið í loftárás Bandaríkjamanna á búðir í suðurhluta Afganistans fyrir viku.

Al-Masri var Egypti. Hann var grunaður um að hafa kennt hryðjuverkamönnum beitingu sprengju- og eiturefna, og hafa þjálfað mennina sem sprengdu bandaríska herskipið Cole í Yemen 2000, þar sem 17 hermenn fórust.

Hann var eftirlýstur af Bandaríkjastjórn, sem lagt hafði fimm milljónir dollara til höfuðs honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert