Íranir reiðubúnir til viðræðna

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segir Íran skara fram úr öðrum ríkjum.
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segir Íran skara fram úr öðrum ríkjum. Reuters

For­seti Írans, Mahmoud Ahma­dinejad, sagði í dag að sér væri full al­vara með því að Íran­ir væru reiðubún­ir til viðræðna um kjarn­orku­mál. Í gær sagði for­set­inn aft­ur á móti að Íran myndi „ekk­ert gefa eft­ir“ í þeim mál­um.

Í gær rann út tveggja vikna frest­ur sem Íran­ir fengu til að sætt­ast á að hætta auðgun úr­ans í skipt­um fyr­ir lof­orð um að ekki yrði af frek­ari refsiaðgerðum gegn þeim. Þeir hafa þó engu svarað.

Ahma­dinejad sagði í sjón­varps­ávarpi í dag að Íran­ir tækju þátt í viðræðum um kjarn­orku­mál­in af fullri al­vöru, og að hann vonaðist til að aðrir væru einnig í þeim af al­vöru.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka