Íranir reiðubúnir til viðræðna

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segir Íran skara fram úr öðrum ríkjum.
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segir Íran skara fram úr öðrum ríkjum. Reuters

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í dag að sér væri full alvara með því að Íranir væru reiðubúnir til viðræðna um kjarnorkumál. Í gær sagði forsetinn aftur á móti að Íran myndi „ekkert gefa eftir“ í þeim málum.

Í gær rann út tveggja vikna frestur sem Íranir fengu til að sættast á að hætta auðgun úrans í skiptum fyrir loforð um að ekki yrði af frekari refsiaðgerðum gegn þeim. Þeir hafa þó engu svarað.

Ahmadinejad sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Íranir tækju þátt í viðræðum um kjarnorkumálin af fullri alvöru, og að hann vonaðist til að aðrir væru einnig í þeim af alvöru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert