Mega haldleggja fartölvur

Reuters

Banda­rísk­ir al­rík­is­lög­reglu­menn hafa heim­ild til að leggja hald á far­tölv­ur og önn­ur raf­magns­tæki ferðamanna, og þurfa aldrei að skila þeim, sam­kvæmt gögn­um frá banda­ríska heima­varn­aráðuneyt­inu, sem birt voru í síðasta mánuði. Svo virðist sem þess­ar regl­ur hafi verið í gildi í nokk­urn tíma, en fyrst núna sem gert er upp­skátt um þær.

Blaðið Washingt­on Post greindi frá þessu á föstu­dag­inn. Seg­ir það, að lög­reglu­menn megi hald­leggja tölv­ur, farsíma og fleira slíkt, jafn­vel þótt ekki sé grun­ur um að eig­and­inn hafi eitt­hvað óhreint í poka­horn­inu.

Lög­regl­unni er síðan heim­ilt að deila gögn­um, sem í þess­um tækj­um kunna að vera, með öðrum stofn­un­um.

Emb­ætt­is­menn í ráðuneyt­inu segja að þess­ar regl­ur eigi við um alla sem koma inn í landið, þ. á m. banda­ríska rík­is­borg­ara, og séu nauðsyn­leg­ar til að sporna við hryðju­verk­a­starf­semi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert