Solzhenitsyn látinn

Vladímír Pútin, þáverandi forseti Rússlands, heilsar Alexander Solzhenitsyn á heimili …
Vladímír Pútin, þáverandi forseti Rússlands, heilsar Alexander Solzhenitsyn á heimili rithöfundarins í Moskvu á síðasta ári. Reuters

Rússneski rithöfundurinn Aleksander Solzhenitsyn, höfundur Gúlag eyjaklasans, er látinn, 89 ára að aldri, að því er rússneskar fréttastofur herma. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1970 fyrir skrif sín um gúlagið, fangabúðir sovéskra stjórnvalda. Hann var rekinn úr landi 1974, en snéri aftur 1994.

Rússneska fréttastofan Itar-TASS hefur eftir syni Solzhenitsyns, Stephan, að hann hafi látist af völdum hjartaáfalls á heimili sínu í kvöld.

Aleksander Solzhenitsyn.
Aleksander Solzhenitsyn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert