Dauði 27 ungbarna rannsakaður

Heilbrigðisráðuneytið í Tyrklandi greindi frá því í dag að skipuð hafi verið nefnd til að rannsaka dauða 27 nýfæddra barna á sjúkrahúsi í Ankara á undanförnum hálfum mánuði. Á sjúkrahúsinu sem um ræðir, Zekai Tahir Burak, er ein stærsta fæðingadeild í borginni.

Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu segir, að flest barnanna sem hafa látist hafi verið fyrirburar og hafi dáið af ýmsum orsökum, en ástæðan sé ekki sú að þau hafi fengið sýkingu af völdum óþrifnaðar á sjúkrahúsinu.

Aftur á móti segir stéttarfélag heilbrigðisstarfsmanna að orsök dauða þessara barna hafi verið vanræksla og skortur á hreinlæti á fæðingadeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert