Saksóknari í Austurríki segir, að Josef Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í jarðhýsi í 24 ár og gerði henni 7 börn, verði hugsanlega ákærður fyrir þrælahald.
Saksóknarinn segir, að verið sé að undirbúa að leggja fram formlega ákæru á hendur Fritzl fyrir ýmis afbrot. Vonast sé til að ákæran verði þingfest í september og réttarhöld gætu þá hafist í desember.
Lögregla segir, að Fritzl hafi viðurkennt að hafa tekið Elisabeth dóttur sína til fanga þegar hún var 18 ára, misþyrmt henni kynferðislega um árabil og eignast með henni sjö börn. Eitt barnið dó í fæðingu og er Fritzl sagður hafa kastað líkinu í ofn og brennt það.