Norðurlönd semja við Ermasundseyjarnar um skattaupplýsingar

Haft er eftir embættismönnum í Stokkhólmi í dag að Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafi komist að samkomulagi við Ermasundseyjarnar í því skyni að draga úr möguleikum á að skotið sé undan skatti.

Torsten Fensby hefur stjórnað samningaviðræðunum fyrir hönd norræna ráðherraráðsins. Segir hann að Norðmenn, Danir, Finnar, Svíar, Grænlendingar og Færeyingar mun skrifa undir samkomulag við yfirvöld á Jersey og Guernsey í október.

Svipað samkomulag var gert við yfirvöld á Mön í fyrra. Sænska skattstofan áætlar að eignir sem faldar eru erlendis dragi úr skatttekjum ríkisins um um það bil 46 milljarða sænskra króna á ári.

Eyjarnar tvær á Ermarsundi eru þekktar skattaparadísir, en yfirvöld þar hafa gert svipað samkomulag við Bandaríkin og Holland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert