Obama vill selja olíubirgðir

00:00
00:00

Barack Obama, for­setafram­bjóðandi banda­ríska Demó­krata­flokks­ins, hef­ur skipt um skoðun í orku­mál­um og lagði í dag til, að 70 millj­ón­ir tunna yrðu seld­ar af vara­birgðum Banda­ríkj­anna með það að mark­miði að lækka eldsneytis­verð.

Til þessa hef­ur Obama lýst and­stöðu við að selja af birgðunum en í ræðu um orku­mál, sem hann flutti í Michigan í dag, sagði hann að olíu­verð hefði ávallt lækkað skömmu eft­ir að hluti af olíu­birgðum Banda­ríkj­anna hef­ur verið sett­ur á markað.

Fram­boð Obama birti einnig í dag sjón­varps­aug­lýs­ing­ar þar sem full­yrt er að John McCain, fram­bjóðandi Re­públi­kana­flokks­ins, verði „í vas­an­um" á stóru olíu­fé­lög­un­um verði hann kjör­inn for­seti. Með þessu vill Obama und­ir­strika tengsl McCains við Geor­ge W. Bush, for­seta, sem hef­ur verið hliðholl­ur olíu­fé­lög­um. 

Obama sagði einnig í ræðunni, að banda­rísk­um stjórn­mála­mönn­um hefði í þrjá ára­tugi mistek­ist að fást við orku­vand­ann og McCain væri þar ekki und­an­skil­inn. 

Fram­bjóðand­inn sagði að Banda­ríkja­menn væru haldn­ir olíufíkn og það væri eitt helsta viðfangs­efni nú­ver­andi kyn­slóðar að vinna bug á þeirri fíkn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka