Bað um að verða drepinn

Vince Weiguang Li, sem myrti 22 ára mann um borð …
Vince Weiguang Li, sem myrti 22 ára mann um borð í rútu. AP

Rúm­lega fer­tug­ur karl­maður sem myrti sam­ferðamann sinn um borð í rútu í Kan­ada í síðustu viku bað um að verða drep­inn, er hann kom fyr­ir rétt í Manitoba í dag. Hann verður lát­inn sæta geðrann­sókn. Síðan hann var hand­tek­inn hef­ur hann hvorki viljað segja orð við sak­sókn­ara né skipaðan verj­anda sinn.

Maður­inn er kín­versk­ur inn­flytj­andi sem kom til Kan­ada fyr­ir fjór­um árum. Síðastliðinn miðviku­dag réðist hann skyndi­lega á 22 ára farþega í rútu sem þeir voru í á leið frá Ed­mont­on til Winnipeg. Hann skar síðan höfuðið af mann­in­um og mun einnig hafa lagt hann sér til munns.

Fyr­ir rétti í Porta­ge La Prairie í Manitoba í dag spurði dóm­ar­inn mann­inn ít­rekað hvort hann vildi að hon­um yrði skipaður verj­andi, en maður­inn hristi höfuðið og sagði lágt „vin­sam­leg­ast drepið mig.“

Dóm­ar­inn ákvað að maður­inn skyldi sæta geðrann­sókn og koma aft­ur fyr­ir rétt eft­ir mánuð.

Þrjá­tíu og sjö farþegar voru um borð í rút­unni þegar at­b­urður­inn átti sér stað aðfaranótt miðviku­dags. Fórn­ar­lambið og árás­armaður­inn þekkt­ust ekki og höfðu ekki tal­ast við á leiðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert