Hitabeltisstormurinn Edourd hefur nálgast land í Texas eftir að hafa farið yfir Mexíkóflóa með allt að 100 kílómetra vindhraða í gær og í nótt.
Að sögn Bandarísku fellibyljarstofnunarinnar er búist við að kraftur stormsins minnki þegar hann kemur lengra inn í land.
Von er á að miklar rigningar fylgi Edouard eða allt að 7,5-13 sentímetrar í suð-austur Texas og suð-vestur Louisiana. Að minnsta kosti 5,4 milljónir manna búa við strendur ríkjanna.