Kínverjar handtaka „erlenda æsingamenn"

Kínversk stjórnvöld segja, að 18 erlendir æsingamenn hafi verið handtekir í kjölfar sprengjuárásar á lögreglumenn í borginni Kashgar í gær. Sextán lögreglumenn létu lífið í árásinni sem íslömskum aðskilnaðarsinnum í Xinjianghéraði var kennt um.

Stjórnvöld í Kína skáru upp herör gegn uppreisnarmönnum í héraðinu eftir árásina í gær. Sky sjónvarpsstöðin hefur þó eftir Shi Dagang, leiðtoga kommúnistaflokksins í Xinjiang, að handtökurnar séu tengdar fyrri atvikum en ekki árásinni í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert