Obama hefur forskot

Barack Obama.
Barack Obama. AP

Dyggur stuðningur kvenna, minnihlutahópa og ungra kjósenda veita Barack Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, sex prósentustiga forskot á keppinaut sinn, John McCain, samkvæmt nýrri könnun meðal skráðra kjósenda.

Könnunin var gerð fyrir Associated Press, og niðurstöðurnar birtar í dag. Hefur Obama stuðning 47% og McCain 41%. En meðal hvítra hefur McCain tíu prósentustiga forskot á Obama, og meðal karla eru þeir jafnir.

En meðal kvenna er forskot Obamas 13 stig, og meðal kjósenda 34 ára og yngri er forskot hans 30 stig. Meðal blökkumanna, og annarra minnihlutahópa er forskot hans 55 stig.

Aðrir frambjóðendur njóta stuðnings innan við fimm prósenta skráðra kjósenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka