Óveður á Norðurlöndum

Óveður gekk í nótt yfir Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar. Lestasamgöngur liggja niðri á Skáni vegna þess að tré rifnuðu upp með rótum og féllu á brautarteina.

Á norðurhluta Sjálands fuku einnig tré um koll og þakplötur losnuðu af húsum. Berlingske Tidende segir þó, að samkvæmistjöld, sem margir settu upp í görðum sínum um síðustu helgi, hafi verið aðalskemmtikraftarnir í nótt því þau fuku út um allt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert