Rusli breytt í verðmæti

Fátækir íbúar í Bangladesh vinna nú við að endurvinna plastflöskur og búa til hráefni fyrir iðnað. Nú eru flutt árlega út yfir 20 þúsund tonn af plastflögum, sem búnar eru til í um 3000 verksmiðjum víðs vegar um landið. Útflutningsverðmætið var um milljarður króna í fyrra fer vaxandi.

Plastflögunum er breytt í þræði, sem síðan eru notaðir sem hráefni í vefnað af ýmsu tagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert