Saka Frakka um aðild að þjóðarmorði í Rúanda

Höfuðkúpur fólks sem drepið var í Rúanda árið 1994.
Höfuðkúpur fólks sem drepið var í Rúanda árið 1994. Reuters

Ríkisstjórn Rúanda sakar Frakka um að hafa tekið virkan þátt í þjóðarmorði sem framið var í landinu árið 1994.  Frá þessu er greint í 500 síðna skýrslu sem stjórn Rúanda hefur gert opinbera. 

Í skýrslunni eru nefndir á nafn franskir embættismenn úr hernum og stjórnmálamenn sem ríkisstjórn Rúanda telur að ætti að lögsækja. 

„Franskur her myrti tútsa og hútúa sem sakaðir voru um að fela tútsa...franskir hermenn nauðguðu tútsum sem lifðu árásirnar af," segir í skýrslu frá dómsmálaráðuneyti landsins.

Þá kemur fram í skýrslunni að Frakkar hafi vitað af undirbúningi þjóðarmorðsins, og aðstoðað við skipulagningu morðanna, og tekið þátt í þeim.

Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna voru 800.000 manns, aðallega tútsar, myrtir, í þjóðarmorðinu árið 1994.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert