Kviðdómur í bandarískum herdómstól í Guantánamoherstöðinni á Kúbu, komst í dag að þeirri niðurstöðu að Salim Hamdan, fyrrum bílstjóri hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens, væri sekur um samsæri og stuðning við hryðjuverkastarfsemi. Hamdan var hins vegar sýknaður af ákæru fyrir samsæri. Hann á nú yfir höfði sér lífstíðar fangelsi.
Þetta er í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem bandarískur herdómstól kemur saman til að fjalla um stríðsglæpi. Verjendur Hamdans hafa gagnrýnt málsmeðferðina harðlega sem og stíð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og segja að grundvallar mannréttindi séu ekki virt.
Fullyrtu þeir, að dómari herréttarins hefði tekið til greina gögn, sem aldrei hefðu verið lögð fyrir borgaralegan dómstól í Bandaríkjunum. Þá hefðu ýmsum þvingunaraðferðum verið beitt við yfirheyrslur, svo sem að svipta fangann svefni og halda honum í einangrun.