Bruni í Björgvin

Bryggjan í Björgvin.
Bryggjan í Björgvin.

Þúsundir manna voru fluttar á brott úr miðborg Björgvinjar í Noregi í morgun þegar eldur kom upp í byggingu á Zachariasarbryggju um hádegisbilið. Margir þeirra, sem látnir voru yfirgefa svæðið, voru ferðamenn en á svæðinu er fjöldi matsölustaða. 

Þykkan reyk lagði af eldinum en slökkviliði borgarinnar tókst eftir nokkurn tíma að ná valdi á eldinum. 

Á Zachariasarbryggju eru mörg gömul tréhús og því ákváðu borgaryfirvöld að rýma allt svæðið í öryggisskyni.  Talið er að eldurinn hafi kviknað í loftræstikerfi á skyndibitastað í einu húsanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert