Sextán ára piltur frá Bandaríkjunum lifði af snjóflóð á skíðasvæði í Bariloche í Argentínu. Hann hafði verið að renna sér á snjóbretti ásamt fjórum vinum þegar snjóflóðið átti sér stað.
Starfsmenn á skíðasvæðinu telja að raftæki sem hann bar á sér hafi hjálpað til við að finna hann undir snjónum. Að sögn læknis var pilturinn hætt kominn en líðan hans er nú betri.