För ólympíukyndilsins lokið

Þúsundir manna fylgdust með er ferðalagi ólympíukyndilsins lauk í morgun með hátíðlegri athöfn á Torgi hins himneska friðar í Peking í Kína.  Kyndilinn kom til Peking í gærkvöldi og hófst hlaupið í morgun frá höll keisaranna, Forbidden City.  Fjórir erlendir mótmælendur breiddu úr fána með yfirskriftinni „Frelsum Tíbet," og voru þeir handteknir að sögn ríkismiðla.  Talið er að tveir þeirra séu Bretar.

Farið hefur verið með kyndilinn til sex heimsálfa frá því ferðalagið hófst í Grikklandi þann 24. mars, og er vegalengd ferðarinnar alls 140.000 km.

Ólympíuleikarnir verða formlega settir á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert