Meindýr á enskum sjúkrahúsum

mbl.is/Sverrir

Í skýrslu sem íhaldsmenn hafa birt kemur fram að 70% ríkisspítala hafa notað þjónustu meindýraeyðis að minnsta kosti fimmtíu sinnum milli janúar 2006 og mars 2008. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Meindýrin fundust á stofum, heilsugæslum og jafnvel í skurðstofum. Samtök sjúklinga sögðu að ástandið væri viðbjóðslegt.

Yfirmenn slógu á áhyggjur þess efnis að meindýrin ykju sýkingarhættu.

Af þeim spítölum sem svöruðu könnuninni voru spítalar sem tilheyra Notthinghamháskóla sjúkrahússamstæðunni verstir. Þeir höfðu kallað til meindýraeyði oftar en þúsund sinnum á tímabilinu og fimm aðrar stofnanir fóru yfir 800 skipti. Allir sem svöruðu höfðu kallað á meindýraeyði einhvern tímann á þessu tveggja ára tímabili.

Talsmenn Notthingham sögðu að þar sem samstæðan væri sú stærsta á Englandi væri eðlilegt að þeir væru með hæsta hlutfallið og svo væri líka líklegt að skráningu væri þar öðruvísi háttað.

Í flestum tilvikum voru meindýrin á svæðum fjarri sjúklingum en þó ekki alltaf.

Í einu tilviki voru vespur á fæðingardeildinni og fljúgandi maurar á stærri stofum. Á öðrum spítala voru rottur á sængurkvennadeildinni og vespur í skurðstofum.

Á barnadeild einni voru flugur, mýs, silfurskottur, bjöllur og skordýr sem bíta.

Flær, títlur og kakkalakkar voru algeng vandamál.

Heilbrigðisyfirvöld tóku athugasemdum íhaldsmanna þess efnis að meindýrin ykju sýkingarhættu með miklum efa.

Talsmaður sagði að í löndum þar sem heilbrigðiskerfið væri gott væru líkur á því að meindýr bæru með sér sýkingar á spítölum mjög litlar.

Talsmaður samtaka sjúklinga sagði hins vegar að niðurstöðurnar væru viðbjóðslegar.

„Ef þessir spítalar væru veitingastaðir væri þeim lokað,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert