Mexíkanskur ríkisborgari, José Medellín, var tekinn af lífi í Texas í nótt fyrir morð og nauðgun á sextán ára stúlku. Mál hans hefur vakið athygli eftir að Alþjóðadómstólinn hvatti til þess að aftöku hans yrði frestað, vegna galla á dómsmáli hans.
Samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins höfðu yfirvöld í Mexíkó kvartað yfir því að einstakir mexíkanskir ríkisborgarar sem biðu aftöku í Texas hafi ekki fengið að leita aðstoðar ræðismanns Mexíkó við málsvörn sína eins og lög kveða á um.
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði þessu og sagði Alþjóðadómstólinn ekki hafa neina lögsögu yfir sér.