Mótmælendur handteknir í Peking

00:00
00:00

Er­lend­ir mót­mæl­end­ur hafa verið hand­tekn­ir í Pek­ing í Kína fyr­ir að hafa gengið um með borða sem á stóð „Frjáls Tíbet“. Á meðan fögnuðu ólymp­íu­unn­end­ur er hlaupið var með ólymp­íukyndil­inn yfir Torg hins him­neska friðar, en leik­arn­ir hefjast form­lega á föstu­dag.

Mót­mæl­end­urn­ir höfðu komið fyr­ir borðunum skammt frá aðalleik­vangi ólymp­íu­leik­anna. Lög­reglu­menn hand­tóku í kjöl­farið tvo Breta og tvo Banda­ríkja­menn.

Alls munu um 10.500 íþrótta­menn frá 205 lönd­um taka þátt í leik­un­um, og eru þeir nú flest­ir komn­ir til Kína. Fyrsta keppn­in, þ.e. í kvennaknatt­spyrn­an, hefst í kvöld. Á morg­un munu karla­landsliðin hefja leik.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert