Erlendir mótmælendur hafa verið handteknir í Peking í Kína fyrir að hafa gengið um með borða sem á stóð „Frjáls Tíbet“. Á meðan fögnuðu ólympíuunnendur er hlaupið var með ólympíukyndilinn yfir Torg hins himneska friðar, en leikarnir hefjast formlega á föstudag.
Mótmælendurnir höfðu komið fyrir borðunum skammt frá aðalleikvangi ólympíuleikanna. Lögreglumenn handtóku í kjölfarið tvo Breta og tvo Bandaríkjamenn.
Alls munu um 10.500 íþróttamenn frá 205 löndum taka þátt í leikunum, og eru þeir nú flestir komnir til Kína. Fyrsta keppnin, þ.e. í kvennaknattspyrnan, hefst í kvöld. Á morgun munu karlalandsliðin hefja leik.