Þykir nóg komið af fréttum um Obama

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Tæplega helmingi þátttakenda í nýrri skoðanakönnun í Bandaríkjunum þykir meira en nóg komið af fréttum um Barack Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, en einungis fjórðungi þykir of mikið fjallað um keppinaut hans, John McCain.

Það var óháða rannsóknarmiðstöðin Pew sem birti þessar niðurstöður í dag. Samkvæmt rannsókn sem Pew stendur nú að hefur meira verið fjallað um Obama í fréttum á þessu ári en McCain.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert