Bush kominn til Kína

Mæðgurnar Laura og Barbara Bush ganga um borð í forsetaflugvélina …
Mæðgurnar Laura og Barbara Bush ganga um borð í forsetaflugvélina í Bangkok í dag en þaðan flaug forsetafjölskyldan til Kína. Reuters

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Kína um hádegisbil að íslenskum tíma en hann ætlar að vera viðstaddur opnunarhátíð ólympíuleikanna, sem hefst í fyrramálið. Með Bush voru Laura, eiginkona hans, og Barbara dóttir þeirra.

Bush flaug til Peking frá Bangkok í Taílandi þar sem hann hélt í morgun ræðu og gagnrýndi Kínverja fyrir að handtaka andófsmenn og brjóta mannréttindi á íbúum í Kína.

Mannréttindasamtök hvöttu Bush til að sniðganga setningarhátíð ólympíuleikanna vegna mannréttindabrota Kínvera.

Bush mun dvelja í Kína í fjóra daga. Hann mun m.a. eiga viðræður við  Hu Jintao, forseta landsins.

Frakkar sendi lista með nöfnum andófsmanna

Fjöldi þjóðhöfðingja fer til Kína vegna ólympíuleikanna. Meðal þeirra er Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sem er jafnframt núverandi forseti Evrópusambandsins. Að sögn franska utanríkisráðuneytisins sendi Sarkozy í dag í nafni Evrópusambandsins Kínverjum lista með nöfnum fanga og andófsmanna, sem sambandið vill vekja sérstaka athygli á að sæti mannréttindabrotum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert