Krefjast 30 ára fangelsisdóms

Teikning sem sýnir Hamdan við réttarhöldin á Kúbu.
Teikning sem sýnir Hamdan við réttarhöldin á Kúbu. Reuters

Saksóknarar við herréttarhöldin yfir Salim Hamdan, fyrrum bílstjóra Osama bin Ladens, hafa farið fram á það að hann verði dæmdur í 30 ára fangelsi. Hamdan var sakfelldur í gær fyrir aðild að hryðjuverkum, en réttarhöldin fara fram í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu.

Hamdan, sem er frá Jemen, sagði við kviðdóminn að hann hafi aðeins verið starfsmaður bin Ladens. Samband þeirra hafi byggst á gagnkvæmri virðingu, engu öðru.

Þetta er í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem bandarískur herdómstól kemur saman til að fjalla um stríðsglæpi.

Hvíta húsið segir að réttarhöldin hafi verið sanngjörn.

Verjendur Hamdan hafa áfrýjað málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert