Framfaraflokkurinn er sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkurinn í Noregi, og í nýlegri könnun bætir hann við sig 1,4% fylgi. Verkamannaflokkurinn á enn undir högg að sækja, að því er Aftenposten greinir frá.
Verkamannaflokkurinn hefur samkvæmt könnuninn misst 1,9% fylgis, og nýtur nú stuðnings 26,1% að því er könnun norska ríkisútvarpsins sýnir.
Yrði gengið til kosninga nú myndu hægriflokkarnir fá meirihluta, en Íhaldsflokkinn og Framfaraflokkinn myndi aðeins vanta eitt þingsæti til að hafa hreinan meirihluta á Stórþinginu.