Unglingur skotinn til bana í Lundúnum

Átján ára gamall piltur var skotinn til bana í Walworth í suðurhluta Lundúna í gærkvöldi. Nítján ára gamall piltur var handtekinn, grunaður um morð, og er hann í haldi á lögreglustöð í suðurhluta Lundúna.

Alls hafa 22 unglingar verið myrtir í borginni það sem af er árinu. 

Lögregla segir, að pilturinn hafi verið inni í Costcutter verslun þegar hann var skotinn. Hópur pilta sást yfirgefa verslunina í kjölfarið og aka á brott á skellinöðrum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert