Clinton berst fyrir Obama

Hillary Clinton sést hér á fundinum í Henderson í gær.
Hillary Clinton sést hér á fundinum í Henderson í gær. AP

Hillary Clinton leiddi baráttufund í Henderson í Nevada í gær þar sem hún hvatti fundargesti til að kjósa Barack Obama, forsetaframbjóðanda demókrata, í komandi forsetakosningum. Þetta er í fyrsta sinn sem Clinton kemur ein fram á kosningafundi til stuðnings framboði Obama.

Clinton og Obama háðu harða baráttu fyrr á þessu ári um hvort þeirra yrði útnefnt forsetaefni flokksins. Clinton hvatti viðstadda til að til að „muna við hverja við erum að berjast í minni kosningabaráttu,“ og kjósa ekki John McCain.

Í júní sl. viðurkenndi Clinton ósigur í kosningaslagnum við Obama og í framhaldinu lýsti hún yfir stuðningi við hann.

„Hver sá sem hefur kosið mig eða stutt mig á flokkstjórnarfundi á meira sameiginlegt með Obama öldungadeildarþingmanni heldur en McCain öldungadeildarþingmanni,“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert